lestrarþjálfun fyrir 1.-4. bekk

ÞARF BARNIÐ ÞITT HJÁLP Í LESTRI?

Lagaðu lesturinn með einföldum æfingum sem taka bara 5 mínútur á dag - og krefjast ekki bóka!

Hefur tekið gríðarlegum framförum

Dóttir mín var að byrja í 3. bekk, og lesturinn gekk mjög hægt og áhuginn samkvæmt því. Hún var sjálf farin að finna fyrir því að hún væri á eftir hinum krökkunum.

Ég vildi að ég hefði byrjað á þessu fyrr🙄 Við erum búnar að vera að vera með í 3 mánuði og dóttir mín hefur tekið alveg gríðarlegum framförum.

Hún er miklu öruggari núna og í fyrsta skiptið núna fyrir stuttu kom hún heim og sagði mér frá bók sem hún er að lesa í yndislestri í skólanum, þá er hún ein að lesa í hljóði. Mér fannst það rosa stórt skref. Hún er orðin miklu áhugasamari um lesturinn og er farin að njóta þess að lesa.

Vala Ólöf Jónasdóttir

SKRÁNING

Byrjaðu strax að bæta lesturinn - Þú stjórnar æfingatímanum og hættir þegar ykkur hentar.

 • Aðgangur strax
 • Áskrift endurnýjast á 30 daga fresti
 • 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga
 • Aðstoð í tölvupósti og síma

Aðeins kr.  9.900.-/mán

Kennarinn var stórhrifinn!

Sonur minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri. Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn :-)

Sigurbjörg Ágústsdóttir

Áhyggjur af lestrinum?

Lestrarvanda þarf að taka föstum tökum frá byrjun


Lesum hraðar lestrarþjálfunin er sérhönnuð frá grunni fyrir nemendur í 1.-4. bekk sem eiga erfitt uppdráttar í lestri, hafa lítið úthald eða lesa hægt.


Ef þú átt barn sem ruglast á stöfum, les algeng orð mjög hægt (hljóðar), notast við ágiskanir eða sýnir almennt litlar framfarir, þá eigum við samleið.

Æfingaefni frá vinsælum höfundum

Auk snerpuæfinga leggja vinsælir höfundar okkur lið með skemmtilegu og vönduðu efni sem eykur áhuga og árangur.

Birgitta Haukdal
David Walliams

Einfalt.  Hnitmiðaðar æfingar samhliða heimalestri í nokkrar mínútur á dag

Fljótlegt.  Snerpuæfingar tryggja lestrarframfarir, skref fyrir skref

Árangursríkt.  Meiri snerpa og úthald skila sér inn í hefðbundinn lestur

VISSIR ÞÚ að 65-75% barna sem gengur lestrarnámið treglega lenda í námserfiðleikum síðar, samanborið við aðeins 5-10% barna sem gengur vel að lesa?
(Rannsókn Badian, 1988; Scarborough, 1998)

Ævar Þór Leikari og rithöfundur

"8 ára sonur minn var ekki að ná tökum á lestrinum, las hægt og heimalesturinn var orðinn að óbærilegri kvöð fyrir hann og okkur foreldrana.

Þegar við byrjuðum á námskeiðinu las hann 70 atkvæði á mínútu (þegar hann nennti að lesa). Strax eftir fyrsta mánuðinn varð mikil breyting.  Þá komst hann upp í 90 atkvæði á mínútu og nú er hann í 140 atkvæðum [innsk. Tvöfalt hraðar].

Það sem áður var kvöl og pína er orðið að skemmtilegri stund fyrir hann og okkur foreldrana.

Hann tekur þátt af lífi og sál og þetta sameinar nú fjölskylduna í lestri."

Erlendur Ísfeld, foreldri

Þekkir þú þessi einkenni?

 • Ruglast barnið á bókstöfum?
  Nemendur sem eru líklegri til að lenda í lestrarvanda eiga það sameiginlegt að ruglast mikið á bókstöfum við upphaf lestrarnáms.
 • Les barnið algeng orð vitlaust, giskar eða hljóðar?
  Að lesa hægt frá einum staf til annars ("hljóðun") er merki um að nemandinn þekki ekki útlit eða orðmynd orðsins.  Þetta er eðlilegt í byrjun, en dregur svo úr hraða, minnkar úthald, getur bitnað á lesskilningi og er íþyngjandi fyrir barnið.
 • Þreytist barnið fljótt við lestur?
  Barn sem les hægt og erfiðar við lestur þreytist fljótt.  Áhugaleysi og mótþrói getur því aukist hratt þegar árangurinn lætur á sér standa.

Ævar vísindamaður

Ekki gefast upp! Mér fannst fáránlega erfitt að lesa þegar ég var að byrja. Áfram lestur!

Ævar Þór Benediktsson , Leikari og rithöfundur

Móðir

Ég sá rosalega mun hjá stráknum mínum. Þetta hefur líka hjálpað mér að sjá hvað má betur fara í lestrinum.

Valgerður Bachman , Móðir

Meiri leshraði!

Sonur minn var lengi að lesa og mörg þessi litlu orð voru ekki komin inn hjá honum.

Lesum hraðar æfingarnar hentuðu mínu barni því einkar vel. Árangurinn var góður og hann hefur bætt lestrarhraðann sinn :)

María Einarsdóttir

Bættu lesturinn - án þess að lengja æfingatímann

Lesum hraðar þjálfunin tekur minna en 5 mínútur á dag!

Þannig bætir þú markvissum tækniæfingum sem barnið vantar inn í lestrarnámið.  Æfingarnar skila sér í meiri leshraða, auknu úthaldi og síðast en ekki síst, meira sjálfstrausti.

LESUM HRAÐAR ER EINFALT Í NOTKUN, KREFST EKKI BÓKA OG TEKUR MINNA EN 5 MÍNÚTUR Á DAG

 • Hvert æfingaborð tekur innan við eina mínútu.  Barnið þitt getur því gert 5-10 umferðir daglega sem auka snerpu og nefnuhraða án þess að þreytast.
 • Sérvalin hugtök með háa birtingartíðni í texta.  Með því að endurtaka sama borðið styrkist sjónminnið og barnið þarf síður að hugsa eða brjóta heilann um hugtakið.  Þetta léttir á huganum og eykur lestrarhraðann.
 • Æfingar námskeiðsins taka á mikilvægustu þáttum lestrartækninnar.  Með því að æfa hvern þátt afmarkað - en ekki í belg og biðu eins og gerist í venjulegum heimalestri - næst meiri árangur á skemmri tíma.
 • Markviss endurgjöf í stað margra mánaða óvissu.  Lesum hraðar mælir viðbragðstíma barnsins og veitir myndræna endurgjöf í lok hverrar umferðar.  Barnið sér því daglegar framfarir svart á hvítu.

Við skráningu færðu fullan aðgang að Lesum hraðar og getur byrjað strax.  
Áskriftin endurnýjast á 30 daga fresti þar til henni er sagt upp, það er engin binding svo þú getur lokað fyrir áskrift þegar þér hentar.  Ef svo ólíklega vill til að æfingarnar skili ekki árangri getur þú óskað eftir endurgreiðslu í allt að 30 daga frá skráningu!

Þannig virkar Lesum hraðar

Lesum hraðar byggir á stuttum, markvissum snerpuæfingum sem erfitt, jafnvel ómögulegt er að þjálfa með hefðbundnum heimalestri.

1. STIG: STAFAÞJÁLFUN
Fyrsta skrefið er markviss stafaþjálfun.  Hér er gengið úr skugga um að barnið sé ekki að ruglast á stöfum sem geta hamlað árangri í lestri.

2. STIG: NEFNUHRAÐI
Æfingarnar byggja á stuttum snerpuæfingum.  Með því að æfa orð með háa birtingartíðni eykst sjónrænn orðaforði barnsins.  Betri nefnuhraði skilar sér í meiri leshraða og betra úthaldi.  Sérvalið orðasafn námskeiðsins hefur u.þ.b. 50% birtingartíðni í texta.

3. STIG: LESFIMI
Lesfimi kallast sú hæfni  nemandans að lesa samfelldan texta frá orði til orðs.  Textinn er saminn af sérkennara og les nemandinn textann á stighækkandi hraða.  Þannig þjálfast nemandinn í lestri algengra og formlíkra orða um leið og sjálfvirkni eykst.

4. STIG: AUGNHREYFINGAR OG LESSKILNINGUR
Sérstakur æfingaflokkur þjálfar augnhreyfingar, skilning og leshraða.  Nemandinn getur valið kafla úr vinsælum bókum og textinn litast upp sem auðveldar lesandanum að fylgja eftir.

MARKVISS ENDURGJÖF EYKUR FRAMFARIR
Í lok hverrar umferðar sjást framfarirnar "svart á hvítu", þar sem yfirlit yfir hraða og viðbragð birtist myndrænt.  Þannig sést betur hvað æfa þarf betur og hvenær halda má áfram í næstu æfingu.

Hve langan tíma stendur námskeiðið?

Lesum hraðar er lestrarþjálfun.  Lestur er flókinn og enginn nemandi eins.  Námskeiðstíminn er því breytilegur og fer m.a. eftir stöðu og aldri hvers nemanda.  Æfingatíminn getur því verið einn mánuður, þrír, sex eða 9.

Því er það svo að þú stjórnar námskeiðstímanum, það er engin binding og þið hættið þegar ykkur hentar.  Það er meira að segja 30 daga endurgreiðsluábyrgð, svo áhættan er alls engin!

Nemandi sem er illa staddur og fer hægt yfir, þarf augljóslega á lengri tíma að halda.  Eitt er víst, að þessum sama nemanda er ekki betur borgið með því að hjakkast í texta sem er allt í senn, yfirþyrmandi, illskiljanlegur og þreytandi.

Áþreifanlegur árangur!


Sigrún Bjarnadóttir Móðir

Lesum hraðar námskeiðið var mjög góð innspýting í lesturinn. Strákurinn minn hafði aldrei tekið eins miklum framförum milli lestrarprófa. Hann var miklu viljugri til þess að lesa smá í símanum hjá mér heldur en að taka upp bók. Árangurinn var áþreifanlegur með appinu!

SKRÁNING

 • Lesum hraðar æfingakerfið fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu (Android/iOS)
 • Aðgangur að lokuðu stuðningsefni á heimasvæði námskeiðsins
 • Persónulegur stuðningur og ráðgjöf (sími/tölvupóstur)

Við skráningu færðu fullan aðgang að Lesum hraðar og getur byrjað strax.  
Áskriftin endurnýjast á 30 daga fresti þar til henni er sagt upp, það er engin binding svo þú getur lokað fyrir áskrift þegar þér hentar.  Ef svo ólíklega vill til að æfingarnar skili ekki árangri getur þú óskað eftir endurgreiðslu í allt að 30 daga frá skráningu!

30 DAGA ÁBYRGÐ

Þú last rétt.  Ef barnið þitt nær ekki árangri innan 30 daga frá skráningu máttu senda mér póst og þú færð endurgreidda hverja krónu!  


Þú hefur því nægan tíma til að nota æfingarnar og sjá árangurinn.  Engin áhætta.

Engin binding, áskrift endurnýjast á 30 daga fresti þar til lokað á "mín síða".


Umsagnir foreldra

Kennarinn var stórhrifinn!

Sonur minn er 8 ára og ég vildi prófa Lesum hraðar því hann var hægur í lestri. Nýlega vorum við í foreldraviðtali og sonur okkar hefur bætt sig um 51 atkvæði frá síðustu mælingu! Kennarinn var alveg strórhrifinn :-)

Sigurbjörg Ágústsdóttir

Skilaði miklum árangri

Í byrjun námskeiðs átti dóttir mín í erfiðleikum með að tengja vel stafina. Æfingarnar hentuðu frábærlega og skiluðu miklum árangri. Ég er mjög þakklát fyrir þetta námskeið. Dóttir mín var mjög dugleg að gera æfingarnar daglega í ca 4 mánuði og ég sé mikinn árangur. Ég er mjög sátt með námeiðið. Takk fyrir :) Við eigum pottþétt eftir að skoða fleiri námskeið hjá þér Kolbeinn.

Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir ... Móðir

Sé strax mun!

Strákurinn minn er í 1. Bekk og gengur nokkuð vel en ég ákvað að skrá hann á námskeiðið hér til að hjálpa honum að ná fyrr tökum á lestrinum.

Mikill kostur að þetta tekur stutta stund og byggist á endurtekningu sem hjálpar til við að muna og þekkja orðin.

Ég sé strax mun eftir 2 vikur, hann er öruggari og farinn að lesa meira og hraðar.

Birna Hannesdóttir ... Móðir
profile-pic
Brynja Pétursdóttir

Barnið mitt er tvítyngt og á erfitt með lestur og talar ekki rétt.

Æfingar hafa gengið mjög vel og ekki skemmir að þetta er í símanum svo þetta er alltaf við höndina. Eldra barnið og það yngra sem er fimm ára eru líka að prófa og oft eru þau að gera þetta saman í bílnum eða jafnvel úti í bæ.

Við sjáum framfarir sjást strax þetta er snilldar námskeið!

profile-pic
Lára Bryndís Pálmarsdóttir

Sonur minn er bara 6 ára en hann a erfitt með að muna stafina og eg er bara svakalega ánægð með þetta!

profile-pic
Gréta Gunnarsdóttir

Dóttir mín er í 4. bekk og ruglast enn á stöfum og hefur takmarkaðan lesskilning.

Gagnvirkt námsefni hljómaði spennandi því það er alltaf stemming fyrir því að vera í símanum :-)

Æfingarnar hafa gengið mjög vel og stafirnir eru strax farnir að skýrast hjá henni, þ.e. hún þekkir þá frekar en áður.

Ég sé árangur strax af þessu. Við byrjum með Lesum hraðar æfingunum og færum okkur svo í lestrarbókina úr skólanum og lesturinn flæðir betur.

18 ára reynsla og sérhæfing í lestrar- og námsörðugleikum

Ég heiti Kolbeinn og hef starfrækt Betra nám frá árinu 2004 og þeim tíma unnið með miklum fjölda nemenda sem hafa átt við lestrarörðugleika að stríða.  Ég hef unnið með fjölda fræðslumiðstöðva, Mími símenntun, Hringsjá og verið ráðgefandi í fjölmiðlum í tengslum við lestrarörðugleika.  Ég er menntaður tölvunarfræðingur, með Diplómaréttindi frá alþjóðlegu Davis samtökunum í lesblinduráðgjöf ásamt því sem ég hef lært dáleiðslu.

Meiri hraði og léttari lestur á 5 mínútum á dag

Þess vegna virkar Lesum hraðarÆvar Þór Benediktsson rithöfundur er mikill hvatamaður þess að auka lestraráhuga hjá börnum.  Með efnis á námskeiðinu er efni úr hans vinsælu og margverðlaunuðu bókum.

Sem "Ævar vísindamaður", forsprakki Lestrarátaks og öflugur rithöfundur  hefur Ævar lyft Grettistaki á þessu sviði.

Forlagið er útgefandi Ævars.

Jón Guðmundsson hefur skrifað léttar og skemmtilegar sögur fyrir Námsgagnastofnun sem henta yngri lesendum.

Sögurnar uppfylla kröfur um texta fyrir byrjendur og henta því þessum hópi vel.

Sigríður Ólafsdóttir sérkennari leggur til sérhljóðabækur sínar úr bókaflokknum Lesum lipurt.

Bækurnar innihalda stuttar sögur sem skrifaðar eru gagngert til að þjálfa unga lesendur í að lesa orð sem innihalda sérstök einhljóð og tvíhljóð.

Umsagnir foreldra

profile-pic
Birna Hannesdóttir Móðir

Sé strax mun!

Strákurinn minn er í 1. Bekk og gengur nokkuð vel en ég ákvað að skrá hann á námskeiðið hér til að hjálpa honum að ná fyrr tökum á lestrinum.

Mikill kostur að þetta tekur stutta stund og byggist á endurtekningu sem hjálpar til við að muna og þekkja orðin.

Ég sé strax mun eftir 2 vikur, hann er öruggari og farinn að lesa meira og hraðar.

profile-pic
Kristín Sigurjónsdóttir

Ég ákvað að skrá dóttur mína á námskeiðið af því að henni hefur ekki gengið nógu vel að ná tökum á lestrinum. Hún ruglar stöfum saman og litlu orðin eru erfið.

Það gengur vel hjá okkur og Evu finnst þetta frekar gaman.

Við sjáum klárlega mun, það er meiri hraði og meiri ákveðni - hún er kappsöm og stolt af sjálfri sér :)

Við erum mjög ánægð með þetta!

profile-pic
Jóhannes Bergþór Jónsson

Mér fannst sonur minn fastur í að stafa orðin. Það vantaði líka meiri hraða svo mér fannst sniðugt að prófa hvort hægt væri að gera þetta í tölvunni.

Það gengur alltaf betur og betur. Ég sá strax rosalegan mun eftir fyrsta borð og tímatakan er spennandi og hvetjandi

Við sjáum mjög mikinn mun og námskeiðið er bara algjör snilld ;)

profile-pic
Ólöf Lára Ágústsdóttir

Ég ákvað að skrá barn mitt á námskeiðið því hann hefur átt erfitt uppdráttar í lestri. Hann les hægt, þreytist auðveldlega og ruglar saman stöfum. Hann var farinn að dragast afturúr og ég vil gera allt svo hann haldi í sína jafnaldra.

Lesum hraðar æfingarnar hafa gengið vel og sonur minn er alltaf spenntur að fara í símann og lesa. Honum finnst þetta mjög gaman.

Ég sé mikinn mun og það sem skiptir mestu máli er að hann sér sjáanlegan mun við hverja umferð.

Það skiptir miklu máli að börnin sjái sjálf að þau eru að bæta sig með hverri umferð.

Ég sá líka fljótt hvar vandinn liggur og hefur það auðveldað okkur lesturinn. Nú höfum við ekki verið lengi á námskeiðinu en ég sé strax mun á heimalestrinum.

Það er kominn aukinn hraði hjá honum ásamt auknu sjálfstrausti, sem skiptir gríðarlegu máli. Við erum mjög sátt :)

profile-pic
Tómas Ingi Tómasson

Sæll Kolbeinn.

Við erum mjög ánægð með lestrarnámskeiðið og það gengur vel.

Það sem mér finnst frábært við þetta er að það hjálpaði mér að átta mig á þeim stöfum sem Andreas átti í vandræðum með (ð,é og v).

Ég fór yfir þetta með kennurum og sérkennurum í Norðlingaskóla og voru þau mjög hrifin.

Lesturinn heldur áfram!

Ókeypis símaráðgjöf fylgir

SÉRSTAKUR KAUPAUKI FYLGIR: ALLT AÐ 60 MÍNÚTNA SÍMARÁÐJÖF KR. 9.900.- 0.-

Kolbeinn Sigurjónsson

Símaráðgjöfin sparar þér tíma og pening með því að veita svör við spurningum við öllu því sem þú kannt að hafa um lestrarnám barnsins þíns og tryggir þannig hámarksárangur í leiðinni.

Kolbeinn Sigurjónsson hefur starfrækt Betra nám síðan 2004 og sérhæft sig í úrræðum tengdum lestrarörðugleikum og lesblindu.  Hafir einhverjar spurningar varðandi lestrarnáms barnsins þíns, Lesum hraðar æfingarnar eða annað sem skiptir þig máli, þá er þér velkomið að hafa samband.Brynja Pétursdóttir

Barnið mitt er tvítyngt og á erfitt með lestur og talar ekki rétt.

Æfingar hafa gengið mjög vel og ekki skemmir að þetta er í símanum svo þetta er alltaf við höndina. Eldra barnið og það yngra sem er fimm ára eru líka að prófa og oft eru þau að gera þetta saman í bílnum eða jafnvel úti í bæ.

Við sjáum framfarir sjást strax þetta er snilldar námskeið!


Bessý Hólmgeirsdóttir

Sonur minn er með adhd og hefur lestur gengið brösuglega hjá honum.

Það var mikið hik, og hann las orðin staf fyrir staf. Hann átti það líka til að ruglast á nokkrum stöfum.

Það hefur gengið ótrúlega vel. Æfingarnar eru stuttar og mjög hnitmiðaðar, og appið er æðislegt

Ég sá strax mun hjá honum eftir mjög stuttan tíma. Ótrúlega gaman að vinna þetta með honum og honum finnst þetta líka skemmtilegt :)

Þetta færðu með skráningu

 • Aðgangur að sérhönnuðum æfingum sem leiða þitt barn áfram skref fyrir skref
 • Aðgangur að aukaefni á heimasíðu námskeiðsins
 • Æfinga-app fyrir heimaæfingarnar (Android og Apple)
 • 30 daga endurgreiðsluábyrgð
 • Stuðningur og aðgangur að fagþekkingu í gegnum tölvupóst og Facebook

Við skráningu færðu fullan aðgang að Lesum hraðar og getur byrjað strax.  
Áskriftin endurnýjast á 30 daga fresti þar til henni er sagt upp, það er engin binding svo þú getur lokað fyrir áskrift þegar þér hentar.  Ef svo ólíklega vill til að æfingarnar skili ekki árangri getur þú óskað eftir endurgreiðslu í allt að 30 daga frá skráningu!

100% ábyrgð í 30 daga!

Engin áhætta.  Þú getur þjálfað barnið þitt í 30 daga og ef árangurinn lætur á sér standa hefur þú samband áður en tíminn er liðinn og við endurgreiðum þér námskeiðsgjaldið.  Sjá nánar um skilmála hér.