Skilmálar

Skilmálar

Skilmálar okkar eru fáir og skýrir, við leggjum mikið upp úr góðum sambandi við viðskiptavini okkar.

Með því að kaupa áskrift að fjarnámskeiðum Betra náms fellst kaupandi/áskrifandi eftirfarandi skilmála.

Áskrift
Námskeiðið er áskriftarnámskeið. Í því felst að mánaðargjald er skuldfært af greiðslukorti kaupanda á 30 daga fresti (nema annað sé tekið fram) þar til hann óskar sjálfur eftir að ljúka áskrift.

Þjónusta

Strax við kaup á áskrift fær kaupandi sent notendaheiti og aðgangsorð í tölvupósti.
Einstaklingsáskrift er einungis ætluð til einkanota.  Foreldrum nægir að kaupa eina áskrift fyrir börn sín.  Óheimilt er að gefa öðrum upp aðgangsorðin.  Ef af einhverjum ástæðum má ætla að aðgangsorðin hafi komist í hendur annarra en þeirra sem rétt eiga á að nota þau, þá er þess óskað að haft sé samband við Betra nám tafarlaust og verða þá ný aðgangsorð send, ella áskilur Betra nám sér rétt til að loka aðgangi.

Uppsagnarákvæði
Kaupandi ber ábyrgð á því að segja upp áskrift, sem endurnýjast á 30 daga fresti þar til sagt upp. með óyggjandi hætti.  Kaupandi segir upp áskrift sjálfur með því að skrá sig inn á vefinn og velja uppsögn.  Einnig er hægt að senda tölvupóst á kolbeinn@betranam.is  

GDPR: Notandi getur óskað þess að upplýsingum um hann sé eytt (notendaskráning og póstlistar) sérstaklega.

Endurgreiðsluábyrgð
Kaupanda býðst að fá námskeiðið endurgreitt sé þess óskað innan 30 daga frá kaupum.  Engar undantekningar eru á þessari reglu.  Betra nám sendir tilkynningu í tölvupósti við hverja endurnýjun og ber notandi ábyrgð á því að gefa upp rétt póstfang við skráningu.