Algeng orð

Algeng orð

Sögur

Enn ein breyting námskeiðsins er nýr æfingaflokkur, “Sögur”.  Sá hluti er ólíkur orðaæfingunum að því leyti að orðin birtast í samfelldum texta (eitt í einu) á ákveðnum hraða.  Hraðinn spannar u.þ.b. lestrarmarkmið frá 1. bekk og upp í 4. bekk (40-200 atkvæði), og þannig má breyta lestrarhraðanum og hnika honum upp á við.

More...

Með þessu móti þjálfast nemandinn í því að lesa samfelldan texta á stigvaxandi hraða. Þið stjórnið sjálf hraðanum og getið því aukið hraðann eftir þvi sem nemandinn nær betri tökum á textanum.Hvert æfingaborð er 1 blaðsíða úr sérhljóðabókunum “Lesum lipurt” eftir Sigríði Ólafsdóttur sérkennara, en þær eru mikið notaðar af sérkennurum víða um land.Markmiðið með bókunum er að þjálfa lestur á orðum sem innihalda ákveðin sérhljóð eða tvíhljóð sem eru algeng í texta.Í lok hverrar umferðar sést meðalhraðinn sem atkvæði á mín.Markmið hvers nemanda eru mismunandi en þetta gefur ákveðna mynd af stöðunni og markviss endurgjöf er hvetjandi fyrir bæði foreldri og barn.

About the Author

Leave a Reply 0 comments

Leave a Reply: