Leiðbeiningar

LEIÐBEININGAR

Lesum hraðar námskeiðið er einfalt í notkun, en það byggir á fáum lykilatriðum sem þurfa að vera í lagi.

Horfðu fyrst á myndböndin, neðst finnur þú tengla til að sækja Lesum hraðar æfingaforritið.

Markmiðið

Myndband

Lesum hraðar námskeiðinu er ætlað að styðja við heimalesturinn, en kemur ekki í stað bóka.

Gerið 5-10 umferðir á dag, það tekur innan við 5 mínútur!

Gengur lestrarnámið hægt?

Lesum hraðar er hannað til að minnka mótþróa.  Með stuttum, endurteknum æfingum, öðlast nemandinn færni og snerpu sem annars tæki langan tíma að byggja upp.


Notkun forritsins

Hér förum við yfir helstu virkni forritsins.


Þannig næst mestur árangur

 Námskeiðið er afar einfalt í notkun, en það er líka auðvelt að gera mistök. Hér sérðu allt sem þú þarft að vita til að ná sem bestum árangri.

3 LYKILATRIÐI SEM

Horfðu á þetta myndband áður en þú byrjar.  Námskeiðið er afar einfalt í notkun, en það er líka auðvelt að gera mistök. 
1️⃣ Æfið aðeins eitt borð í einu
2️⃣ Aldrei sleppa borðum

3️⃣ Endurtakið 5-10 sinnum daglega

BÓKSTAFIR

Stafaborðin eru mikilvæg, markmiðið er alls ekki að kenna stafina.  Oftast kann barnið stafina, svo það er ekki vandamálið.
✅ Við viljum útiloka að stafaruglingur sé orsakavaldur
✅ Eyða óvissu og hiki

NEFNUHRAÐI

Skoðum nú nefnuhraða og hvers vegna það er svo mikilvægt að bæta viðbragðið og sjálvirkni í lestrinum.  Kveikjuorð eru smáorð sem eru mjög algeng í texta og vefjast oft mikið fyrir ungum lesendum.  

ORÐMYNDIR

Börn sem eiga erfitt uppdráttar í lestri búa oft yfir minni "myndabanka" í huganum fyrir orðmyndir.  Í þessum hluta er að finna algeng orð (önnur en smáorð), s.s. dýraheiti.  Hér eru einnig borð sem innihalda "form-lík" orð (líkjast í útliti en ekki merkingu).

LESFIMI

Í þessum hluta birtist sögubrot og textinn birtist á tilteknum hraða.  Lesið söguna upphátt 3-5 sinnum á dag og aukið jafnt og þétt við hraðann þar til ásættanlegum hraða er náð (miðað við raunhæfar væntingar til aldurs og getu).

LESSKILNINGUR

Þessi æfingahluti þjálfar augnhreyfingar nemandans og lesskilning.  Nemandinn getur valið kafla úr vinsælum bókum til að æfa sig í, m.a. bækur Ævars Þórs Benediktssonar.

Sæktu Lesum hraðar æfingaforritið

Ef þú ert með æfingatækið sjálft í höndunum, getur þú smellt á hnappan hér fyrir neðan.  Ef æfingarnar verða framkvæmdar í öðru tæki, skaltu fara í "App store" (Apple) eða "Google Play" (Android) og leita að "Lesum hraðar".

Google Play

Útgáfa 2.6 gerir ráð fyrir Android 13.  Ef æfingatækið er með eldri útgáfu, þá getur þú sett upp fyrir útgáfu með því að smella hér.

ATH: Til að setja upp forrit (APK) án þess að nota Google Play, þarftu að fylgja þessum leiðbeiningum hér.

Glæsilegt!  Nú þegar þú hefur horft á myndböndin um Lesum hraðar æfingarnar er þér ekkert að vanbúnaði til að byrja.


Ég hvet þig þó til að senda mér línu (í gegnum skilaboðaskjóðuna neðst í horni skjásins) ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft aðstoð - það er mun líklegra að þið náið árangri ef við leiðréttum misskilning strax.


Gangi ykkur vel🙏🏻

- kolbeinn sigurjónsson, betra nám