Lesmælingar

Lesmælingar

Taktu stöðuna á 6-8 vikna fresti.  Við fáum lestextana frá Menntamálastofnun og er framkvæmdin með svipuðu sniði og í skólanum.

Æfingaefnið hér að neðan fengið með góðfúslegu leyfi Menntamálastofnunar.

Það er "próffræðilega rétt" að endurtaka stundum sömu textana, jafnvel réttara en að lesa mismunandi texta sem aldrei geta verið nákvæmlega jafn þungir.  Þetta lespróf er því eingöngu lagt fram til að gefa mynd af stöðunni og framförum og skal taka með þeim fyrirvara.

1. Undirbúningur

  • Prentaðu út réttan lestextann fyrir barnið þitt hér að neðan
  • Prentaðu út niðurstöðublaðið líka, það er fyrir þig
  • Hafðu skeiðklukku við höndina

2. Fyrirmæli fyrir barnið þitt

  • "Lestu textann eins vel og hratt og þú getur í tvær mínutur."
  • "Ég mun taka tímann meðan þú lest."
  • "Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?"

3. Mæling og niðurstöður (fyrir foreldri)

  • Fylgstu með lestrinum á niðurstöðublaðinu þínu og gerðu hring um orðin sem barnið les vitlaust.
  • Rangt lesin orð teljast rétt ef barnið leiðréttir sig sjálft.
  • Þegar lestrinum líkur sérðu hve mörg orð barnið las á niðurstöðublaðinu.  Dragðu vitlaust lesin orð frá þeirri tölu.
  • Barnið las í 2 mínútur.  Til að fá lesin orð á mínútu skaltu deila í orðafjöldann með tveimur.

Veldu bekk

1. BEKKUR

2. BEKKUR

3. BEKKUR

4. BEKKUR