Útgáfa 3 (1.1.2) af æfingaforriti Lesum hraðar námskeiðsins er komin út. Hún felur í sér nokkrar góðar viðbætur og er þeim líst hér að neðan.
Hraðamælir
Eitt af því sem gerir lestraræfingar svolítið þreytandi er lítil tilfinning fyrir framförum. Vikur og mánuðir líða án þess að nemandinn hafi í raun nokkra hugmynd um árangurinn. Þetta er ein ástæða þess að æfingaborðin í Lesum hraðar eru stutt. Meðal breytinga er bætt endurgjöf í lok umferðar. Eins og áður gefa súlurnar til kynna viðbragðstímann, og markmiðið er eins og hingað til að hafa þær jafnar og sem lægstar. Það sem er nýtt er "hraðamælir" sem gefur mynd af meðalhraðanum í gegnum borðið.Með þessu móti er auðveldara að sjá hvenær óhætt er að fara í næsta borð. Skýr endurgjöf auðveldar líka þér (foreldrinu) að útskýra fyrir barninu hvers vegna æfa þarf aftur, og aftur.
Kveikjuorð
Ein af breytingum námskeiðsins í væntanlegri uppfærslu er æfingaflokkurinn "Kveikjuorð". Kveikjuorð eru samansafn algengra en oft erfiðra smáorða sem hafa mjög háa birtingartíðni í texta.Sú breyting verður gerð að orðunum verður raðar eftir lengd, og þar með að nokkru leyti eftir erfiðleikastigi.Þannig koma stutt orð fyrst (1-2 bókstafir), þá 3ja stafa orð, svo 4ra stafa orð og svo koll af kolli.Þetta hjálpar sérstaklega yngstu nemendunum eða þeim sem standa enn verr í lestri. Þessir nemendur lenda því ekki í löngum og snúnum orðum fyrr en þeir eru lengra komnir í þjálfuninni 🙂
Algeng orð
Sögur
Enn ein breyting námskeiðsins er nýr æfingaflokkur, "Sögur". Sá hluti er ólíkur orðaæfingunum að því leyti að orðin birtast í samfelldum texta (eitt í einu) á ákveðnum hraða. Hraðinn spannar u.þ.b. lestrarmarkmið frá 1. bekk og upp í 4. bekk (40-200 atkvæði), og þannig má breyta lestrarhraðanum og hnika honum upp á við.
Með þessu móti þjálfast nemandinn í því að lesa samfelldan texta á stigvaxandi hraða. Þið stjórnið sjálf hraðanum og getið því aukið hraðann eftir þvi sem nemandinn nær betri tökum á textanum.Hvert æfingaborð er 1 blaðsíða úr sérhljóðabókunum "Lesum lipurt" eftir Sigríði Ólafsdóttur sérkennara, en þær eru mikið notaðar af sérkennurum víða um land.Markmiðið með bókunum er að þjálfa lestur á orðum sem innihalda ákveðin sérhljóð eða tvíhljóð sem eru algeng í texta.Í lok hverrar umferðar sést meðalhraðinn sem atkvæði á mín.Markmið hvers nemanda eru mismunandi en þetta gefur ákveðna mynd af stöðunni og markviss endurgjöf er hvetjandi fyrir bæði foreldri og barn.